32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:26
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir ÁsmD, kl. 09:37
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 59. mál - upplýsingaréttur um umhverfismál Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Hörður Guðmundsson frá Landvernd, Trausti Fannar Valson lektor við Háskóla Íslands og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi nefndarálit. Að áliti 1. minni hluta nefndarinnar standa, GLG, ÓÞ, ÞBack og MÁ. ÞSa áheyrnarfulltrúi nefndarinnar er einnig samþykkur áliti þessu.

3) 225. mál - náttúruvernd Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Trausti Baldursson og Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Kristján Kristjánsson og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 374. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 11:20
Á fund nefndarinnar komu Friðfinnur Guðmundsson og Dagbjartur Bjarnason frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg og Guðrún Jóhannsdóttir frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Formaður bar upp þá tillögu að vísa frumvarpinu til 3. umræðu án framhaldsálits. Það var samþykkt.

5) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 11:53
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 272. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 11:57
Málið tekið af dagskrá.

7) 273. mál - Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála Kl. 11:57
Málið tekið af dagskrá.

8) Önnur mál. Kl. 11:59
Fleira var ekki rætt.
ÓÞ vék af fundi kl. 10:43 vegna annarra þingstarfa.
AtlG var fjarverandi vegna veikinda.
RM og ÁJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:59