51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2012 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:11
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 272. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 273. mál - Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 598. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:42
Á fund nefndarinnar komu Íris Bjargmundsdóttir frá umhverfisráðuneytinu og Rut Kristinsdóttir og Jakob Gunnarsson frá Skipulagsstofnun. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 751. mál - loftslagsmál Kl. 10:43
Á fund nefndarinnar komu Glóey Finnsdóttir frá umhverfisráðuneytinu og Hrafnhildur Bragadóttir frá Umhverfisstofnun. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 372. mál - umhverfisábyrgð Kl. 11:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um frumvarpið.

7) 375. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda Kl. 11:11
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um frumvarpið.

8) 633. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:14
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson og Hjördís Stefánsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 11:52
Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður í máli 598 í stað ÞBack. Það var samþykkt.
ÓÞ vék af fundi kl. 10:11 vegna annarra þingstarfa.
ÁJ vék af fundi kl. 10:42 vegna annarra þingstarfa.
AtlG var fjarverandi vegna veikinda.
BÁ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:56