19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 19. nóvember 2012 kl. 09:49


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:49
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:49
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:56
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:49
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:49
Róbert Marshall (RM), kl. 09:49
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:49

MÁ vék af fundi kl. 9:59-10:15.

ÁJ og ÁsmD voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:45
Dagskrárliður var færður undir dagskrárliðinn Önnur mál.

2) Kynning ráðherra á þingmálum. Kl. 09:45
Nefndin fékk á sinn fund Svandísi Svavarsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra, og Magnús Jóhannesson og Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ráðherra kynnti þau þingmál sem hún mun leggja fram á yfirstandandi þingi og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 10:15
Drög að nefndaráliti voru lögð fram og meiri hluti afgreiddi málið. Á meiri hluta álitinu voru GLG með fyrirvara, ÓÞ, RM með fyrirvara, MÁ, ÁI, AtlG með fyrirvara og ÞSa með fyrirvara. BÁ sagðist skila minni hluta áliti.

4) 381. mál - loftslagsmál Kl. 10:59
Frestað var kynningu á frumvarpinu en MÁ var skipaður framsögumaður.

5) 204. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 11:03
ÓÞ var skipuð framsögumaður og ákveðið var að setja málið í umsagnarferli.

6) 124. mál - landflutningalög Kl. 11:06
GLG var skipuð framsögumaður og ákveðið var að senda málið til umsagnar.

7) 193. mál - útiræktun á erfðabreyttum lífverum Kl. 11:08
GLG var skipuð framsögumaður málsins og ákveðið var að senda málið til umsagnar.

8) Önnur mál. Kl. 11:10
Lögð var fram fundargerð 17. fundar og hún samþykkt athugasemdalaust.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:10