7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir BN, kl. 11:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:34
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 10:48
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:05
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:05

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BirgJ var fjarverandi.
ÁsF vék af fundi kl. 11:30.
RM vék af fundi kl. 11:38.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:05
Fundargerð 6. fundar var samþykkt athugasemdalaust.

2) 152. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 10:05
Hermann Sæmundsson og Eiríkur Benónýsson mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurnningum nefndarmanna.

3) 95. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:50
Ákvörðun um framsögumann var frestað. Ákveðið var að senda málið út til umsagnar.

4) 17. mál - uppbyggðir vegir um hálendið Kl. 10:50
Ákvörðun um framsögumann var frestað. Ákveðið var að senda málið út til umsagnar.

5) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 10:53
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

6) 120. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:54
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

7) 96. mál - myglusveppur og tjón af völdum hans Kl. 10:55
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

8) 61. mál - byggingarvörur Kl. 10:56
Ákvörðun um framsögumann var frestað.

9) Almenningssamgöngur Kl. 11:00
Unnar Steinn Bjarndal, Berglind Kirstinsdóttir, Ásgeir Eiríksson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Gunnar Þórarinsson frá sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum mættu á fund nefndarinnar og kynntu stöðu mála í almenningssamgöngum á Suðurnesjum. Gestir svöruðu svo spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00