12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:07
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:07
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:07
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:08
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:40
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:07
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Róbert Marshall (RM), kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:07

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:07
Fundargerð 11. fundar samþykkt án athugasemda.

2) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 09:07
Nefndin fékk á sinn fund Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar H. Kristinsson frá Landmælingum Íslands, Sæmund Eiríksson og Halldór Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga, Hauk Eggertsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Gunnar V. Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Eirík Bjarnason og Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni. Gestir ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 120. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:45
Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun, Hildigunnur Thorsteinsson, Hólmfríður Sigurðardóttir og Íris Lind Sæmundardóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur , Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku, Guðjón Axel Guðjónsson og Sverrir Jón Norðfjörð frá Landsnet, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Ásdís Hlökk Theódórsdóttir og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun og Stefán Erlendsson og Kristján Kristjánsson frá Vegagerðinni mættu á fund nefndarinnar, ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Briem og Jóhannes Guðmundsson frá Vodafone og ræddu málið. Þeir svöruðu einnig athugasemdum nefndarmanna.

5) Skipulag tíðnirófsins Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Briem og Jóhannes Guðmundsson frá Vodafone og ræddu málið. Þeir svöruðu einnig athugasemdum nefndarmanna.

6) 152. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ræddi málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25