17. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:13
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BN og JÞÓ voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:10
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar athugasemdalaust.

2) 167. mál - náttúruvernd Kl. 09:11
Á fund nefndarinnar mættu Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins,Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni, Berglind Guðmundsdóttir frá Hafnafjarðarbær og Gústaf A. Skúlason frá Samorku. Einnig voru á símafundi Kristín Hermannsdóttir frá Náttúrustofu Suðausturlands og Snævar og Róbert Arnar Stefánsson frá Náttúrustofu Vesturlands. Gestirnir ræddu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 61. mál - byggingarvörur Kl. 09:25
Málið var rætt.

4) 59. mál - raforkustrengur til Evrópu Kl. 09:19
Málið var rætt og farið var yfir umsögn nefndarinnar til atvinnuveganefndar.

5) Reikiþjónusta fjarskiptafyrirtækja Kl. 09:21
Málið var rætt og farið var yfir umsögn nefndarinnar til utanríkismálanefndar.

6) Skipulag tíðnirófsins Kl. 09:24
Málið var rætt og farið var yfir umsögn nefndarinnar til utanríkismálanefndar.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00