23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. janúar 2014 kl. 09:30


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:37
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:37
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:59
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir JÞÓ, kl. 09:52
Brynhildur Pétursdóttir (BP) fyrir RM, kl. 09:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:37
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir KJak, kl. 09:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:37

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

HöskÞ var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:37
Fundargerðir seinustu funda voru samþykktar athugasemdalaust.

2) 167. mál - náttúruvernd Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Ólafur Páll Jónsson, Andrea Burgherr, Svavar Kjarrval, Anna S. Valdimarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands og Hólmfríður Arnardóttir frá Fuglavernd. Þórhallur Arason frá Náttúruverndarsamtökum Vestfjarða var á símafundi. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:49
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00