27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:01
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:01
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:01
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:27
Ingibjörg Óðinsdóttir (IngÓ) fyrir BN, kl. 09:01
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:01
Róbert Marshall (RM), kl. 09:14
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

JÞÓ var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:02
Fundargerðir 25. og 26. fundar samþykktar athugasemdalaust.

2) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Lúðvík Gústafsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristín Lóa Ólafsdóttir og Ólöf Vilbergsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Elva Rakel Jónasdóttir frá Umhverfisstofnun og Albert Sigurðsson frá Hagstofu Íslands. Gestirnir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 167. mál - náttúruvernd Kl. 10:58
Nefndarmenn ræddu málið.

4) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 10:58
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar og veita 2 vikna umsagnarfrest.

5) 234. mál - hafnalög Kl. 10:59
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar og veita 2 vikna umsagnarfrest.

6) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30