39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 09:03


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:03
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:03
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:32
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:15.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:36
Dagskrárlið var frestað.

2) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar mættu Hafsteinn Pálsson og Sindri Sveinsson frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, Kristján Sveinbjörnsson frá Svifflugfélagi Íslands, Ari Guðjónsson frá Icelandair Group, Frosti Ólafsson og Björn B. Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands, Íris Ösp Ingjaldsdóttir frá Tollstjóra, Jón Sigurðsson, Sigríður Harðardóttir og Reynir G. Brynjarsson frá Flugfreyjufélagi Íslands og Flugvirkjafélagi Íslands. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samkeppnissjónarmið varðandi ýmis mál Kl. 09:41
Páll Gunnar Pálsson og Steingrímur Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu mættu á fund nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 09:44
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt og var það samþykkt athugasemdalaust. Á áliti voru allir viðstaddir: HöskÞ, KaJak, BN, KatJúl, BÁ, RM, VilÁ, og HE.

5) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 09:45
Afgreiðslu málsins var frestað.

6) Önnur mál Kl. 12:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08