32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:01
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:01
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 09:01
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:01
Róbert Marshall (RM), kl. 09:14
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:01

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

JÞÓ var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 31. fundar var samþykkt athugasemdalaust.

2) 284. mál - umferðarlög Kl. 09:59
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbergur Björnsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir frá Innanríkisráðuneytinu. Þau kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 216. mál - áhættumat vegna ferðamennsku Kl. 10:00
Tillaga var lögð fram um að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest. Það var samþykkt athugasemdalaust.

4) 217. mál - skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli Kl. 10:00
Tillaga var lögð fram um að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest. Það var samþykkt athugasemdalaust.

5) 282. mál - vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra Kl. 10:00
Tillaga var lögð fram um að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest. Það var samþykkt athugasemdalaust.

6) 309. mál - skilgreining auðlinda Kl. 10:00
Tillaga var lögð fram um að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest. Það var samþykkt athugasemdalaust.

7) 167. mál - náttúruvernd Kl. 16:30
Málið var rætt.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:33