47. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. apríl 2014 kl. 19:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 19:40
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 19:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 19:40
Edward H. Huijbens (EdH) fyrir KJak, kl. 19:40
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir KaJúl, kl. 19:40
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir BN, kl. 19:40
Róbert Marshall (RM), kl. 19:40

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Vilhjálmur Árnason boðaði fjarveru.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 20:17
Frestað.

2) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 20:16
Formaður lagði til að nefndarálit um málið yrði afgreitt úr nefnd. Það var samþykkt athugasemdalaust og voru allir viðstaddir á álitinu.

3) 234. mál - hafnalög Kl. 20:16
Málið var rætt.

4) Önnur mál Kl. 20:17
Ákveðið var að senda út mál 512 skipulagslög, mál 467 mat á umhverfisáhrifum og mál 495 fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016 til umsagnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:17