4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. október 2014 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:30
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:47
Róbert Marshall (RM), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Elín Hirst hafði boðað forföll.
Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:17.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Fundargerðir fyrstu tveggja funda nefndarinnar á yfirstandandi þingi voru samþykktar.

2) 5. mál - hafnalög Kl. 09:35
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Sigrberg Björnsson og Björn Frey Björnsson frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu Kl. 09:53
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 22. október.

4) Ferð umhverfis- og samgöngunefndar um Vestfirði. Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um fyrirhugaða ferð um Vestfirði sem farin verður 9. og 10. október.

5) Önnur mál Kl. 10:15
SSv vakti athygli á ósk sinni um fund um mögulegt hamfaraflóð í Þjórsá sem gerst getur ef gýs í Bárðarbungu og flóð rennur suður fyrir jökulinn. Ákveðið var að funda um málið með fulltrúum Umhverfisstofnunar, Almannavarna, Landsvirkjunar og áhugafólki um Þjórsárver.

Fundi slitið kl. 10:35