21. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. desember 2014 kl. 08:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:40
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:40

Birgir Ármannsson og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna próftöku.
Elín Hirst og Róbert Marshall voru fjarverandi vegna veikinda.
Haraldur Einarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:40
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) 366. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 08:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Karl Björnsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Margréti Hauksdóttur og Inga Þór Finnsson frá Þjóðskrá Íslands og Halldóru Káradóttur og Einar Bjarka Gunnarsson frá Reykjavíkurborg.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir upplýsingafundi um eldgosið í Holuhrauni.

Fundi slitið kl. 09:50