24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. desember 2014 kl. 08:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:40
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:40
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Elín Hirst (ElH), kl. 08:40
Róbert Marshall (RM), kl. 08:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:40

Katrín Júlíusdóttir vék af fundi kl. 9:25.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:40
Fundargerðir 17.-23. fundar voru samþykktar.

2) Flughlaðið á Akureyrarflugvelli Kl. 08:40
Nefndin fjallaði um málefni flughlaðsins á Akureyrarflugvelli á símafundi með Valgeiri Bergmann frá Vaðlaheiðargöngum og Pétri Þór Jónassyni frá Eyþingi.

3) Málefni Húsavíkurflugvallar Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málefni Húsavíkurflugvallar á símafundi með Kristjáni Þór Magnússyni, Guðbjarti Ellert Jónssyni, Friðriki Sigurðssyni og Örlygi Hnefli Örlygssyni frá Norðurþingi og Guðmundi Karli Einarssyni frá Isavia.

4) 422. mál - úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Kl. 09:25
Nefndin tók til umfjöllunar 422. mál og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Nönnu Magnadóttur frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 423. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 09:40
Nefndin tók til umfjöllunar 423. mál og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og Hafstein Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Sigrúnu Karlsdóttur frá Veðurstofu Íslands. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20