38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 13:35


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:35
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:35
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:35
Elín Hirst (ElH), kl. 13:35
Róbert Marshall (RM), kl. 13:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:50

Róbert Marshall vék af fundi kl. 14:30 og snéri aftur kl. 15:40.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 455. mál - náttúrupassi Kl. 13:35
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd og Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands. Gerðu þeir grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 14:05
Á fund nefndarinnar komu Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

3) 511. mál - stjórn vatnamála Kl. 14:30
Á fund nefndarinnar komu Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Svava Svanborg Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Kristín Linda Árnadóttir og Hilda Guðný Svavarsdóttir frá Umhverfisstofnun.

4) 512. mál - meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Kl. 15:00
Á fund nefndarinnar komu Elías Blöndal og Eiríkur Blöndal frá Bændasamtökum Íslands, Svava Sveinborg Steinarsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Páll Stefánsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Trausti Jónsson og Jórunn Harðardóttir frá Veðurstofu Íslands.

5) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 15:55
Á fund nefndarinnar kom Skapti Bjarnason frá Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Nefndin frestaði að öðru leyti umfjöllun málsins til næsta fundar.

6) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:05