56. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 08:35


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:35
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:35
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:35
Elín Hirst (ElH), kl. 08:35
Ingibjörg Óðinsdóttir (IngÓ) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 08:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 11:25
Róbert Marshall (RM), kl. 11:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:35

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 08:35
Samþykktun fundargerða var frestað til næsta fundar.

2) 690. mál - efnalög Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Skúladóttir og Gunnlaug Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun, Einar Oddsson og Rósa Magnúsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu.

3) 361. mál - skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Þóra Björg Jónsdóttir og Halldór Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Eiríkur Björn Björgvinsson frá Akureyrarkaupstað, Ólöf Örvarsdóttir og Harrí Ómarsson frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður, Björn Ingimarsson frá Fljótsdalshéraði og Sverrir Sverrisson og Einar Örn Thorlacius frá Íbúasamtökum miðborgar.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Alfhild Nielsen frá ByggáBIRK, Njáll Trausti Friðbertsson frá Hjartanu í Vatnsmýri, Matthías Sveinbjörnsson frá Flugmálafélagi Íslands og Sigurður Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri í gegnum síma.

4) Frumvarp til laga um náttúruvernd. Kl. 11:45
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Jón Geir Pétursson og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10