7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. október 2015 kl. 09:10


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Höskuldur Þórhallsson hafði boðuð forföll.
Róbert Marshall vék af fundi kl. 10:05.
Ingibjörg Þórðardóttir vék af fundi kl. 10:27.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 140. mál - náttúruvernd Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðmund Inga Guðbrandsson frá Landvernd og Hólmfríði Arnardóttur frá Fuglavernd.

Þegar þau höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökunum, Örn Bergsson og Sigurður Jónsson frá Landssamtökum landeigenda, Jón Helgi Björnsson og Árni Snæbjörnsson frá Landsambandi veiðifélaga og Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skóræktarfélagi Íslands.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Haukur Eggertsson frá Landssambandi hjólreiðamanna og Sveinbjörn Halldórsson frá Samút.

2) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30