25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. desember 2015 kl. 09:35


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:35
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:35
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:35
Elín Hirst (ElH), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Elín Hirst vék af fundi við upphaf hans vegan fundar í utanríkismálanefnd en kom aftur kl. 9:40.
Höskuldur Þórhallsson, Birgir Ármannson og Róbert Marshall voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 265. mál - þriðja kynslóð farsíma Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Vera Sveinbjarnardóttir frá innanríkisráðuneyti og Björn Geirsson og Þorleifur Jónasson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að Katrín Júlíusdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) 263. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Karl Björnsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Ákveðið var að Haraldur Einarsson yrði framsögumaður málsins.

4) Reglugerð (ESB) 2015/340 er varðar tæknikröfur og ferli tengd réttindum flugumferðarstjóra skv. reglugerð (ESB) nr. 216/2008 Kl. 09:50
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna málsins. Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir álitið.

5) Tilskipun 2014/30/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafsegulsamhæfi Kl. 09:50
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna málsins. Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir álitið.

6) Tilskipun 2014/35/ESB um samræmingu laga aðildarríkjanna um markaðssetningu raffanga innan ákveðinna spennumarka Kl. 09:50
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna málsins. Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir álitið.

7) Tilskipun 2014/34/ESB er varðar búnað og verndarkerfi sem ætluð eru til notkunar á sprengihættustöðum Kl. 09:50
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar vegna málsins. Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir álitið.

8) 225. mál - skipulagslög Kl. 09:52
Nefndin ræddi málið.

Ákveðið var að Svandís Svavarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

9) 375. mál - siglingalög o.fl. Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. janúar.

10) Önnur mál Kl. 10:42
Nefndin fjallaði um umfjöllun þingmannamála.

Fundi slitið kl. 10:45