28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. desember 2015 kl. 13:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Elín Hirst (ElH), kl. 13:00
Róbert Marshall (RM), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 403. mál - gatnagerðargjald Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar kom Ólafur Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti sem kynnti efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 13:18
Nefndin fjallaði um málsmeðferð og afgreiðslu nefndarinnar á 263. máli - frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall óskuðu eftir því að fundað yrði um málið og á fundinn kæmu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið kl. 13:35