32. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 kl. 09:32


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:32
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:32
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:15
Elín Hirst (ElH), kl. 09:32
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:32
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:32

Róbert Marshall, Haraldur Einarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir höfðu boðað forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) Öryggisstig Akureyrarflugvallar Kl. 09:32
Nefndin fjallaði um öryggisstig Akureyrarflugvallar vegna frétta um breytta þjónustu flugumferðastjóra á vellinum. Á fund nefndarinnar komu Haraldur Ólafsson og Ásgeir Pálsson frá Isavia, Þorkell Ásgeir Jóhannsson frá Mýflugi og Björg Unnur Sigurðardóttir, trúnaðarmaður flugumferðarstjóra á Akureyrarflugvelli, í gegnum síma.

3) Kynning á starfsemi GPO ehf. (Græn plast olía) Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar kom Hjörtur Narfason og kynnti starfsemi GPO ehf. (Græn plast olía).

4) 375. mál - siglingalög o.fl. Kl. 11:20
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt skv. fyrirliggjandi drögum að nefndaráliti sem var samþykkt.

Að áliti nefndarinnar standa: HöskÞ, KaJúl, BirgÁ, ElH, SSv og VilÁ.

5) Framkvæmdaákvörðun nr. 2015/2119/ESB um niðurstöður fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) Kl. 11:22
Formaður lagði til að fyrirliggjandi drög að áliti nefndarinnar til utanríkismálanefndar yrðu afgreidd sem var samþykkt.

6) Framkvæmdaákvörðun [númer ekki komið] um skipaniðurrifsstöðvar Kl. 11:24
Formaður lagði til að fyrirliggjandi drög að áliti nefndarinnar til utanríkismálanefndar yrðu afgreidd sem var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:25
Nefndin fjallaði um störf nefndarinnar framaundan.

Fundi slitið kl. 11:30