53. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 13:10


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Róbert Marshall (RM), kl. 13:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:10

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásta Guðrún Helgadóttir og Elín Hirst voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 669. mál - brunavarnir Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörg Halldórsdóttir frá Mannvirkjastofnun. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 671. mál - öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar komu Hafsteinn Pálsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ingibjörg Halldórsdóttir frá Mannvirkjastofnun. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 670. mál - meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur Kl. 13:25
Á fund nefndarinnar kom Laufey Helga Guðmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynnti efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 672. mál - ný skógræktarstofnun Kl. 13:40
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Svana Helgadóttir og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 673. mál - Vatnajökulsþjóðgarður Kl. 14:00
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Svana Helgadóttir og Björn Helgi Barkarson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð (ESB) nr. 788/2014 - útfærsla á reglugerð (EB) nr. 391/2009 um skipaeftirlit Kl. 14:25
Á fund nefndarinnar kom Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti sem kynnti efni gerðarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 672. mál - ný skógræktarstofnun Kl. 14:35
Á fund nefndarinnar komu Hrönn Guðmundsdóttir frá Landssamtökum skógareigenda og Þröstur Eysteinsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Skógrækt ríkisins.

8) Önnur mál Kl. 14:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55