65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 13:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 13:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 13:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 13:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Elín Hirst (ElH), kl. 13:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:10

Róbert Marshall og Vilhjálmur Árnason boðuðu forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 673. mál - Vatnajökulsþjóðgarður Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar kom Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

2) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið. Katrín Júlíusdóttir lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Tillagan var felld með atkvæðum HöskÞ, HE, BÁ og ElH.

Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir bóka eftirfarandi:
„Á fundinum lögðum við fulltrúar Samfylkingar og VG til að samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018 yrði afgreidd út úr nefndinni í ljósi þess að fram hefur komið að meiri hlutinn hyggist kynna fyrirhugaðar breytingar í drögum. Áætlunin yrði þá afgreidd með þeim breytingum sem formaður hefur kynnt nefndinni auk boðaðra viðbótarbreytinga minni hlutans. Meiri hluti nefndarinnar felldi tillöguna um afgreiðslu málsins sem er miður enda er þar með áframhaldandi fjársvelti og óvissu viðhaldið í samgöngumálum.“

3) Önnur mál Kl. 14:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:40