74. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 09:30


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35

Höskuldur Þórhallsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Róbert Marshall og Elín Hirst voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir 63.-73. fundar samþykktar.

2) 263. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Ólaf Kr. Hjörleifsson og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneyti og Sigurð Ármann Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um heimild til lagningar raflína að iðnaðarsvæðinu á Bakka.

Fundi slitið kl. 10:30