1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl. 10:00


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 10:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 10:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 10:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 10:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 10:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Kosning formanns Kl. 10:01
Valgerður Gunnarsdóttir var kosin formaður nefndarinnar.

Ari Trausti Guðmundsson, Einar Brynjólfsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé greiddu ekki atkvæði.

2) Kosning 1. og 2. varaformanns Kl. 10:05
Pawel Bartoszek var kosinn 1. varaformaður og Bryndís Haraldsdóttir 2. varaformaður.

Ari Trausti Guðmundsson, Einar Brynjólfsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé greiddu ekki atkvæði.

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Ari Trausti Guðmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé, lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar ? græns framboðs í umhverfis- og samgöngunefnd lýsa yfir vonbrigðum sínum með það hvernig stjórnarmeirihlutinn hefur haldið á málum er varðar skipan í nefndir og kosningu um forystu þeirra. Stjórnin sem nú situr er með minnsta mögulega þingmeirihluta, en tekur sér styrk í nefndum langt umfram það. Það er þvert á yfirlýsingar stjórnarliða um samstarf og góða samvinnu, ný og bætt vinnubrögð. Það er miður að stjórnarmeirihlutinn skuli notast við vinnubrögð gamaldags valdapólitíkur.“

3) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:40