12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 13:05


Mættir:

Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) formaður, kl. 13:05
Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 13:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 13:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:05
Einar Brynjólfsson (EB), kl. 13:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 13:05
Hildur Knútsdóttir (HKn), kl. 13:05

Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegan veikinda.

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 14:50.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 128. mál - farþegaflutningar og farmflutningar Kl. 13:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Árný Guðjónsdóttur og Guðjón Sigurðsson frá MND-félaginu, Berg Þorra Benjamínsson og Þorstein Sigurðsson frá Sjálfsbjörgu, Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur og Halldór Inga Hákonarson frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, Ellert Magnusson frá Hópferðum, Þóri Garðarsson frá Allrahanda GL, Magnus H. Valdimarsson frá Time Tours, Ástu Jóhannesdóttur og Gunnar M. Guðmundsson frá SBA-Norðurleið og Dreng Óla Þorsteinsson og Svein Matthíasson frá Kynnisferðum. Nefndin átti símafund við Marinó Gunnar Njálsson frá Iceland Guide. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 204. mál - Umhverfisstofnun Kl. 15:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 10 daga umsagnarfresti.

Ari Trausti Guðmundsson var valinn framsögumaður málsins.

4) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:50