36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. maí 2017 kl. 09:06


Mættir:

Pawel Bartoszek (PawB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:00
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (GuðÞ) fyrir Einar Brynjólfsson (EB), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:18
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Teit Björn Einarsson (TBE), kl. 09:24

Gunnar Bragi Sveinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Vilhjálmur Bjarnason mætti á fundinn kl. 9:33 í stað Haraldar Benediktssonar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 376. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:06
Nefndin tók málið aftur til umfjöllunar og fékk á sinn fund Björtu Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Nefndin ákvað að afgreiða málið að nýju til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn stóðu saman að nefndaráliti og breytingartillögum.

3) 306. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 09:35
Tillaga Pawels Bartoszek um að afgreiða málið úr nefndinni var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Allir viðstaddir eru saman á nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Kolbeinn Óttarsson Proppé og Ari Trausti Guðmundsson með fyrirvara. Gunnar Bragi Sveinsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda og með fyrirvara.

4) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40