5. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 09:15


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:20
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:15
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:15
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:15
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:15
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:50

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárlið frestað.

2) Samgöngumál - Skýrsla Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Hannesson, Ingólf Bender og Vilhjálm Hilmarsson frá Samtökum iðnaðarins.

3) Samgöngumál - Skýrsla starfshóps samgönguráðherra um fjármögnun stofnleiða til og frá höfuðborgarsvæðinu Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eyjólf Árna Rafnsson, formann Samtaka atvinnulífsins og formann starfshóps sem vann skýrslu um fjármögnun stofnleiða til og frá höfuðborgarsvæðinu.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 11:20