18. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2018 kl. 09:00


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:15
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 09:00

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var fjarverandi

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð síðasta fundar var ekki tekin fyrir á þessum fundi.

2) 111. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu þeir Ómar Smári Ármannsson og Sigurður Pétur Ólafsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Gunnar Valur Sveinsson frá samtökum ferðaþjónustunnar og Sveinn Kristján Rúnarsson var viðstaddur í síma. Gestir kynntu nefndinni sín sjónarmið í málinu og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 190. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Líf Magneudóttir og Helga Björk Laxdal frá Reykjavíkurborg. Gestir fóru yfir sínar athugasemdir um málið og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

4) 185. mál - mannvirki Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hildur Bjarnadóttir frá Hafnarfjarðarbæ, Eysteinn Haraldsson frá Garðabæ, Ásbjörn Þorvarðarson frá Mosfellsbæ, Sveinn Björnsson frá Reykjanesbæ, Örn Sigurðsson frá Reykjavíkurborg Jón Ben Einarsson og Guðný Elíasdóttir frá félagi byggingarfulltrúa. Gestir kynntu nefndinni athugasemdir sínar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:21