28. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Fjölnir Sæmundsson (FjS), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:20
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:00
Jón Þór Þorvaldsson (JÞÞ) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerðir 21. - 27. fundar voru samþykktar.

2) Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/151 um reglur um beitingu tilskipunar (ESB) 2016/1148 að því er varðar frekari forskriftir þeirra þátta sem veitendur stafrænnar þjónustu skulu taka tillit til við stýringu áhættu sem steðjar að net- og upplýsingakerfum og Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneytinu, Sigurjón Ingvason og Rúnar Guðjónsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fóru þeir yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 263. mál - siglingavernd og loftferðir Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Jón F. Bjartmarz, Thelma Cl. Þórðardóttir og Guðbrandur Guðbrandsson frá Ríkislögreglustjóra og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Sigurbergur Björnsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Ákvörðun (ESB) 2017/899 um notkun 470-490 MHz tíðnisviðs innan sambandsins Kl. 09:25
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

5) Reglugerð (ESB) 2017/352 um fjárhagslegt gagnsæi í rekstri hafna Kl. 09:25
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) Tilskipun (ESB) 2015/1794 um breytingu á á tilskipunum 2008/94/EB, 2009/38/EB, 2002/14/EB, 98/59/EB og 2001/23/EB um farmenn Kl. 09:25
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

7) 109. mál - Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti.

8) Önnur mál Kl. 10:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:37