33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 15:10


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:10
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 15:10
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:10

Jón Gunnarsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerðir 30.-32. fundar samþykktar.

2) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Vigdís Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélag. Kynntu þau sjónarmið sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 15:46
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Vigdís Hasler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helga Guðrún Jónasdóttir frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga. Kynntu þau sjónarmið sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar mættu Íris Lind Sæmundsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur, Hólmfríður Bjarnadóttir frá Veitum ohf. sem kynntu sjónarmið fyrirtækjanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Páll Gíslason og Ásbjörn Blöndal frá Verkfræðingafélagi Íslands. Fóru þeir yfir sjónarmið félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 17:43
Á fund nefndarinnar mættu Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Hann mætti einnig fyrir hönd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 18:00
Nefndin ræddi starfið framundan og mögulegt fundarhald í þinghléi.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir ítrekaði beiðni sína um að fá formann vísindanefndar á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna í loftlagsmálum.

Fundi slitið kl. 18:07