34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. maí 2018 kl. 09:12


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:12
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:12
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:12
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:51
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:19
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:12
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:12
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:12

Jón Gunnarsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 10:31.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 481. mál - köfun Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar mættu Einar Sæmundssen og Lilja Jónasdóttir frá þjóðgarðinum á Þingvöllum, Kristín Helga Markúsdóttir, Ólafur Briem og Magnús Dige Baldursson frá Samgöngustofu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 467. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Björg Ásta Þórðardóttir frá Samtökum iðnaðarins og Baldur Dýrfjörð frá Samorku. Fóru þau yfir sjónarmið sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Hreinn Haraldsson og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni. Fóru þeir yfir sjónarmið Vegagerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 389. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála Kl. 11:01
Ari Trausti Guðmundsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að áliti.

5) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 11:06
Nefndin ræddi umsagnarbeiðni fjárlaganefndar um fjármálaáætlun.

6) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08