10. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. nóvember 2011 kl. 08:33


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:33
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:40
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 08:33
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:33
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:11
Mörður Árnason (MÁ), kl. 08:33
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 09:11
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:36

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:36
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 15. nóvember var lögð fram til staðfestingar og verður hún birt á vef Alþingis.

2) Skipan framsögumanns fyrir Vestnorrænu málin. Kl. 08:37
Nefndin ákvað að Sigmundur Ernir Rúnarsson verði framsögumaður málanna.

3) 31. mál - viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu Kl. 08:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 08:43
Á fund nefndarinnar komu Einar Gunnarsson, Pétur Ásgeirsson, Hermann Ingólfsson og Marta Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir þá þætti fjárlagafrumvarpsins sem snúa að ráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 09:44
Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 09:44