14. fundur
utanríkismálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. nóvember 2011 kl. 11:10


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 11:10
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir GLG, kl. 11:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 11:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 11:10
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 11:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir MÁ, kl. 11:35
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 11:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:10
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 11:10

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 11:10
Fundargerðir funda utanríkismálanefndar frá 22. og 23. nóvember voru lagðar fram til staðfestingar og verða þær birtar á vef Alþingis.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 2. desember nk. Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar kom Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneyti sem gerði grein fyrir málum á dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Mál í vinnslu innan EFTA. Kl. 11:30
Þröstur Freyr Gylfason, ritari EES-mála utanríkismálanefndar, gerði grein fyrir stöðu EES-mála sem eru til meðferðar í fastanefndum Alþingis sbr. 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála.

4) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:40
Nefndin lauk umfjöllun sinni um um þann kafla fjárlagafrumvarpsins 2012 sem lýtur að málefnasviði nefndarinnar. Að áliti meiri hluta nefndarinnar stóðu Árni Þór Sigurðsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Helgi Hjörvar, Álfheiður Ingadóttir og Oddný Harðardóttir. Þá lýsti áheyrnarfulltrúinn Birgitta Jónsdóttir sig samþykka áliti meiri hlutans. Árni Þór Sigurðsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifuðu undir álitið með fyrirvara vegna setu í fjárlaganefnd. Þá boðuðu Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson álit minni hluta nefndarinnar.

5) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Bjarni Benediktsson var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:50