18. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 14:05


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 14:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 14:05
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:34
Jón Bjarnason (JBjarn), kl. 14:05
Mörður Árnason (MÁ), kl. 14:05
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 14:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 14:05

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 14:05
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 14:06
Á fund nefndarinnar kom Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 7. desember 2012.
- Ákvörðun nr. 210/2012 er varðar textíltrefjar og textílvörur.
- Ákvörðun nr. 217/2012 er varðar orkutengdar vörur.
- Ákvörðun nr. 229/2012 er varðar neytendalán.
Kl. 15:19
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir og Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun um orkunýtni. Kl. 15:28
Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Erla Sigríður Gestsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:41
Á fund nefndarinnar komu Pawel Bartoszek, Íris Lind Sæmundsdóttir, Katrín Fjeldsted og Ragnhildur Helgadóttir. Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 381. mál - loftslagsmál Kl. 17:08
Lögð voru fram drög að umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar.

7) Önnur mál. Kl. 17:21
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:21