21. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 14. desember 2012 kl. 08:40


Mættir:

Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS) formaður, kl. 08:53
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:53
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:53
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:53
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:53

Helgi Hjörvar, Jón Bjarnason, Mörður Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) 500. mál - Íslandsstofa Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Jón Ásbergsson frá Íslandsstofu, Högni S. Kristjánsson og Sesselja Sigurðardóttir frá utanríkisráðuneyti, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Erna Hauksdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Laufey Guðjónsdóttir frá Samtökum skapandi greina.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 446. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands Kl. 09:27
Á fund nefndarinnar komu Haukur Már Haraldsson, Maríanna Traustadóttir og Guðrún Ögmundsdóttir frá þróunarsamvinnunefnd, María Erla Marelsdóttir og Helga Hauksdóttir frá utanríkisráðuneyti og Engilbert Guðmundsson og Þórdís Sigurðardóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:54
Fundargerðir funda nefndarinnar frá 20., 27. og 28. nóvember og 4., 6., 7., 10. og 11. desember voru lagðar fram til staðfestingar og verða birtar á vef Alþingis.

4) Önnur mál. Kl. 09:55
Rætt var um starfið framundan.

Fundi slitið kl. 09:55