29. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. janúar 2013 kl. 08:16


Mættir:

Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE), kl. 08:16
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:16
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) fyrir SDG, kl. 09:33
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:38
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:16
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir HHj, kl. 08:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir ÞBack, kl. 08:16
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ), kl. 08:38
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:30
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir MÁ, kl. 08:36

Ragnheiður E. Árnadóttir vék af fundi kl. 9:30 og Sigríður Á. Andersen kom í hennar stað

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Mál í vinnslu innan EFTA (2. gr. mál sem eru hjá fastanefndum Alþingis). - Lyf fyrir börn (sektarvald á sviði lyfjamála). Kl. 08:17
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fulltrúum úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og velferðarnefnd var boðið að sitja fundinn undir þessum dagskrárlið og sat Einar K. Guðfinnsson fundinn.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 08:26
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) Tillaga nefndarmanna vegna aðildarviðræðna við ESB. Kl. 09:45
Á fundinn komu Stefán Haukur Jóhannesson og Högni S. Kristjánsson frá utanríkisráðuneyti og Þorsteinn Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson. Gestir ræddu drög nokkurra nefndarmenna að tillögu til þingsályktunar um hlé á viðræðum um aðild Íslands að ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Staða fríverslunarviðræðna við Kína. Kl. 10:36
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 10:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:36