31. fundur
utanríkismálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2013 kl. 08:40


Mættir:

Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE) fyrir ÞBack, kl. 08:40
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir ÁÞS, kl. 09:23
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:40
Bjarni Benediktsson (BjarnB), kl. 08:40
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:40
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:40
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:40
Skúli Helgason (SkH) fyrir MÁ, kl. 08:40

Ragnheiður E. Árnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

Bókað:

1) Viðbúnaður stjórnvalda vegna dómsuppkvaðningar í Icesave-málinu. Kl. 08:40
Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson frá utanríkisráðuneyti og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður. Gerðu gestirnir grein fyrir viðbúnaði stjórnvalda vegna dómsuppkvaðningar í Icesave-málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:23
Áður en nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið gerði formaður fundarhlé.

Fundi var fram haldið kl. 09:45.

Formaður lét dreifa drögum að áliti. Að álitinu stóðu Árni Páll Árnason, form., Helgi Hjörvar, Álfheiður Ingadóttir, Skúli Helgason, Auður Lilja Erlingsdóttir. Þá lýsti áheyrnarfulltrúinn Birgitta Jónsdóttir sig samþykka áliti meiri hlutans, með fyrirvara. Bjarni Benediktsson boðaði sérálit fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson boðuðu sérálit fulltrúa Framsóknarflokksins.

3) Önnur mál. Kl. 10:22
Fleira var ekki gert.

Árni Páll Árnason, 1. varaformaður, stjórnaði fundinum í fjarveru formanns.

Fundi slitið kl. 10:22