35. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:41
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:07
Elín Hirst (ElH), kl. 09:07
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:12
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:07
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:07
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:15

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1659. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 09:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið. Á fundinn komu Engilbert Guðmundsson, Ágústa Gísladóttir og Hannes Hauksson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 09:56
Fundargerð 34. fundar var samþykkt.

3) 637. mál - framkvæmd samnings um klasasprengjur Kl. 10:04
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið. Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson og Pétur G. Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin skipaði Elínu Hirst framsögumann málsins og ákvað að senda málið til umsagnar.

4) 609. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2015 Kl. 10:20
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., Silja Dögg Gunnarsdóttir frsm., Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Össur Skarphéðinsson.

5) 610. mál - samningur milli Grænlands og Íslands um stjórnun rækjuveiða á Dohrnbanka Kl. 10:22
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson form., Silja Dögg Gunnarsdóttir frsm., Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Össur Skarphéðinsson.

6) 110. mál - landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn Kl. 10:25
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og skipaði Vilhjálm Bjarnason framsögumann. Einnig var ákveðið að senda málið til umsagnar.

7) 597. mál - utanríkisþjónusta Íslands Kl. 10:26
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og skipaði Óttarr Proppé framsögumann. Einnig var ákveðið að senda málið til umsagnar.

8) Önnur mál Kl. 10:27
Rætt var um:

a) fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 30. apríl sl.
b) fyrirhugaða ferð nefndarinnar til Washington
c) starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35