38. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 15:00


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 15:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 15:17
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:10
Elín Hirst (ElH), kl. 15:17
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 15:13
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 15:03
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 15:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:02

Birgir Ármannsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1662. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

2) 695. mál - þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland Kl. 15:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Fyrst komu á fund nefndarinnar Georg Kristinn Lárusson, Jón Guðnason og Óli Ásgeir Hermannsson frá Landhelgisgæslunni og Jón F. Bjartmarz og Páll Heiðar Halldórsson frá Ríkislögreglustjóra.

Lögð var fram greinargerð Landhelgisgæslunnar um málið.

Þá komu á fundinn Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson frá Samtökum hernaðarandstæðinga, Guðjón Idir frá IMMI og Gustav Pétursson, Kristmundur Þór Ólafsson og Bjarni Bragi Kjartansson frá Nexus, rannsóknarvettvangi um öryggis- og varnarmál.

Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 16:46
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

Fyrst komu á fundinn Auður Lilja Erlingsdóttir og Stefán Pálsson frá samtökum hernaðarandstæðinga.

Þá komu á fundinn Glóey Finnsdóttir og Karl Alvarsson frá Isavia.

Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 17:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:20