46. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:45
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:45
Anna María Elíasdóttir (AME), kl. 08:46
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:45
Elín Hirst (ElH), kl. 08:46
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:45
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:45
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:45
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Katrínu Jakobsdóttur (KJak), kl. 08:46
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:45

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1670. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:46
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 11.júní 2015 Kl. 08:47
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

3) 637. mál - framkvæmd samnings um klasasprengjur Kl. 08:49
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti standa Elín Hirst, framsögumaður, Birgir Ármannsson, formaður, Anna María Elíasdóttir, Frosti Sigurjónsson, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Össur Skarphéðinsson. Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi lýsti sig samþykka nefndarálitinu.

4) 628. mál - alþjóðleg öryggismál o.fl. Kl. 09:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar standa Birgir Ármannsson, formaður og framsögumaður, Anna María Elíasdóttir, Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

Að nefndaráliti minni hluta nefndarinnar standa Katrín Jakobsdóttir, skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, og Óttarr Proppé.

5) 579. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 09:31
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25