3. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. september 2015 kl. 08:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 08:39
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 08:55
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 08:38
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:03
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:11
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 08:38
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:50
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:39
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 08:38

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1685. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 91. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 08:40
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Á fund nefndarinnar komu Kristján Andri Stefánsson, Harald Aspelund, Helga Hauksdóttir, Auðbjörg Halldórsdóttir og Þórarinna Söebech frá utanríkisráðuneyti og Engilbert Guðmundsson og Ágústa Gísladóttir frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar og að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

2) Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að sniðganga ísraelskar vörur. Kl. 09:56
Á fundinn komu Kristján Andri Stefánsson, Högni S. Kristjánsson, Jörundur Valtýsson, Andri Lúthersson og Urður Gunnarsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25