38. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:04
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:04
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:13

Silja Dögg Gunnarsdóttir boðaði forföll. Frosti Sigurjónsson, Karl Garðarsson og Óttarr Proppé voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Eva Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1720. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 607. mál - áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins,og kynntu tillöguna auk þess að svara spurningum nefndarinnar.

3) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 09:20
Nefndin ræddi svarbréf forsætisráðuneytis vegna málsins, samþykkt var að óska eftir fulltrúa Sambandi íslenskra sveitarfélaga á næsta fund.

4) Önnur mál Kl. 09:28
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:00