39. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 09:10


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:10
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:10
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:40

Karl Garðarsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa til kl. 10:10 en mætti þá á fundinn.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1721. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:17
Fundargerð 39. fundar var samþykkt

2) Fundur Sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. apríl 2016 Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir frá utanríkisráðuneyti,Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir þeim gerðum sem teknar verða fyrir á fundi Sameiginlegu EES-nefndarinnar 29. apríl nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 607. mál - áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu Kl. 09:40
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti sem nefndin ræddi. Samþykkt var að afgreiða málið og að Hanna Birna Konráðsdóttir yrði framsögumaður þess. Að nefndaráliti standa Hanna Birna Kristjánsdóttir, Karl Garðarsson, Vilhjálmur Bjarnason, Frosti Sigurjónsson, Elín Hirst, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir
og Össur Skarphéðinsson.

4) 23. mál - samstarf Íslands og Grænlands Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Ólafur S. Ástþórsson frá Hafrannsóknarstofnun, Bryndís G. Róbertsdóttir og Hanna Björg Konráðsdóttir frá Orkustofnun, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Margrét Cela og Pia Hansson frá Háskóla Íslands og Rannsóknarsetri um norðurslóðir, Bjargey Anna Guðbrandsdóttir frá Norðurslóðaátaki Háskóla Íslands, Árni Gunnarsson frá Icelandair Group og Kristján Þórarinsson og Steinar Ingi Matthíasson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

5) Önnur mál Kl. 11:30
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 11:50