41. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:08
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Ástu Guðrúnu Helgadóttur (ÁstaH), kl. 09:09
Karl Garðarsson (KG), kl. 10:33
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:28
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:08
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:08

Elín Hirst, Frosti Sigurjónsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1723. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

2) 23. mál - samstarf Íslands og Grænlands Kl. 09:09
Fyrst komu á fund nefndarinnar Ágúst Þór Árnason og Eyjólfur Guðmundsson frá Háskólanum á Akureyri. Þeir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Bergþór Magnússon, Tómas Orri Ragnarsson og Ragnheiður Harðardóttir frá utanríkisráðuneyti. Þau fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Óttarr Proppé var valinn framsögumaður málsins.

3) 687. mál - Rómarsamþykktin um Alþjóðlega sakamáladómstólinn viðvíkjandi glæpum gegn friði Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar komu Matthías G. Pálsson frá utanríkisráðuneyti og Þórdís Ingadóttir frá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

4) 640. mál - samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2016 Kl. 10:56
Á fund nefndarinnar komu Matthías G. Pálsson frá utanríkisráðuneyti og Jóhann Guðmundsson og Baldur P. Erlingsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) 688. mál - Evrópska efnahagssvæðið Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar komu Högni S. Kristjánsson og Þóra Magnúsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason var valin framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30