19. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1768. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 265. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 46/2016 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-8.

Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti, Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir og Daði Heiðar Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Gestirnir kynntu tillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eftirfarandi skjali var dreift á fundinum: Fundur í utanríkismálanefnd 4. maí 2017 - kynning 362. mál.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Jóna Sólveig Elínardóttir valin framsögumaður málsins.

3) 361. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Birgir Ármannsson valinn framsögumaður málsins.

4) 362. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 um breytingu á II. viðauka og X. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Vilhjálmur Bjarnason valinn framsögumaður málsins.

5) 363. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 194/2016 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Rósa Björk Brynjólfsdóttir valin framsögumaður málsins.

6) 364. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 215/2016 um breytingu á XIII. viðauka og XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Teitur Björn Einarsson valinn framsögumaður málsins.

7) 365. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 100/2016 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:02
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi var Ásta Guðrún Helgadóttir valin framsögumaður málsins.

8) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:50
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að umsögn meiri hluta nefndarinnar til fjárlaganefndar standa: Jóna Sólveig Elínardóttir form., Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Bjarnason.

Fulltrúar minni hluta boða aðskildar umsagnir.

9) Önnur mál Kl. 10:00
Fjallað var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03