5. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Sævar Sævarsson (GSS) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 09:00
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Ari Trausti Guðmundsson boðaði forföll og Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1784. fundur utanríkismálanefndar

Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundi kl. 10:04

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 4. fundar var samþykkt.

2) Kynning á forsetaúrskurði um sendiráð, fastanefndir og sendiræðisskrifstofur Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sigríður Snævarr, Matthías G. Pálsson og Borgar Þór Einarsson frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra kynnti forsetaúrskurð og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 9. febrúar 2018 Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Pétur Gunnarsson og Unnur Orradóttir frá utanríkisráðuneyti, Eva H. Baldursdóttir og Marta Margrét Rúnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Elfur Logadóttir á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Gestirnir kynntu þær gerðir sem til stendur að taka upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 9. febrúar nk. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um störfin framundan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir óskaði eftir að nefndin myndi fjalla um stöðu mála hvað varðar innflutning á hráu kjöti í ljósi dóms EFTA-dómstólsins í sameinuðum málum nr. E-2/17 og E-3/17 og hvernig íslensk stjórnvöld hyggist bregðast við dóminum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18