10. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 09:30


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:43
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:59
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Inga Sæland (IngS), kl. 09:54
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1789. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð (ESB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Álfrún Perla Baldursdóttir frá utanríkisráðuneyti, Rósa Dögg Flosadóttir frá dómsmálaráðuneyti og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd.

Gestirnir gerðu grein fyrir gerðinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar Kl. 10:45
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:46
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:49