14. fundur
utanríkismálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. mars 2018 kl. 09:10


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:10

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1793. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) Framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1212 um tæknilega framkvæmdastaðla að því er varðar landsstaðla og eyðublöð til að leggja fram upplýsingar í samræmi við tilskipun 2009/65/EB (UCITS) Kl. 09:11
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 2-5.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

3) Framseld reglugerð (ESB) 2016/438 sem útfærir tilskipun 2009/65/EB um sjóði um sameiginlega fjárfestingu (UCITS) Kl. 09:11
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

4) Reglugerð (ESB) nr. 593/2014 um útfærslu á reglugerð (ESB) nr. 345/2013 um evrópskan áhættufjármagnssjóð (EuVECA) Kl. 09:11
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

5) Reglugerð (ESB) nr. 594/2014 um útfærslu á reglugerð (ESB) nr. 346/2013 um Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina (EuSEF) Kl. 09:11
Sjá bókun við dagskrárlið 2.

6) 214. mál - friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja Kl. 09:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Logi Einarsson var skipaður framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

7) 193. mál - bann við kjarnorkuvopnum Kl. 09:17
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Ari Trausti Guðmundsson var skipaður framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

8) 17. mál - alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Kl. 09:19
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Smári McCarthy var skipaður framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

9) Önnur mál Kl. 09:20
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:21