8. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Barónstíg 47 og Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. nóvember 2011 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Amal Tamimi (AT) fyrir LGeir, kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:05
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:05
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Bygging Landspítalans - heimsókn velferðarnefndar á Heilsuverndarstöðina. Kl. 09:05
Nefndin hóf fund sinn í Heilsuverndarstöðinni Barónstíg 47 þar sem á móti henni tóku fyrir hönd Nýja Landspítalans ohf. Gunnar Svavarsson, Jóhannes M. Gunnarsson, Helgi Már Halldórsson, Stefán Veturliðason og Ingólfur Þórisson. Kynntu þeir stöðu mála varðandi byggingu nýs Landspítala, aðdraganda málsins, hönnun, fjármögnun og fjárhagslega hlið verkefnisins. Að auki svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 11:00
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

3) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 11:00
Nefndin hélt fundi sínum áfram á Nefndasviði Alþingis, Austurstræti 8-10 og fékk á sinn fund Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, Dagnýju Brynjólfsdóttur, Hermann Bjarnason, Hrafnhildi Gunnarsdóttur, Jón Baldursson og Sturlaug Tómasson frá velferðarráðuneyti. Héldu gestir áfram yfirferð frá 7. nóvember sl. yfir hlut ráðuneytisins í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 og svöruðu auk þess spurningum nefndarmanna.

4) 20. mál - aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir Kl. 11:58
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) 21. mál - reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnaskyni Kl. 11:58
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

6) Önnur mál. Kl. 11:58
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:58