22. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 08:35


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 08:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:47
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:35
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 08:35
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:35
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:35
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:35

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 08:35
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) 380. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 08:36
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 380. mál. Á fund nefndarinnar komu Hanna s. Gunnsteinsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir frá velferðarráðuneyti. Kynntu þær tillögur til breytinga á frumvarpinu til samræmis við samkomulag ríkisstjórnar við Samband íslenskra sveitarfélaga og samtök aðila vinnumarkaðarins. Þegar gestir höfðu vikið af fundi gerði formaður hlé á fundinum. Að því loknu lagði formaður fram drög að nefndaráliti og breytingartillögum. Samþykkt var að afgreiða málið og að nefndaráliti og breytingartillögum standa ÁI, JRG, LGeir, KLM, VBj. EyH tilkynnti að hún myndi skila minni hluta áliti um málið.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 09:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 256. mál. Formaður fór yfir drög að breytingartillögum sem nefndin ræddi.

4) 4. mál - staðgöngumæðrun Kl. 14:28
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 4. mál. Framsögumaður (JRG) dreifði uppfærðum drögum að nefndaráliti. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt og var það samþykkt. Að nefndaráliti meiri hlutans standa: ÁI, JRG frsm., LGeir, KLM, PHB, UBK, GStein. VBj tilkynnti að hún yrði með minni hluta álit og hið sama gerði EyH. BirgJ lýsti sig ósamþykka áliti meiri hlutans og áskildi sér rétt að styðja þau minni hluta álit sem ættu eftir að koma fram.

5) Önnur mál. Kl. 10:06
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:07